Bílaleigubíll vegna viðgerðar hjá Toyota í Kauptúni
Samkvæmt upplýsingum frá verkstæði Toyota í Kauptúni er bíllinn þinn á leið til þeirra á næstunni.
MyCar bílaleiga er í samstarfi við Toyota og sér um að útvega bílaleigubíla sem tryggingafélög greiða skv. réttindum viðkomandi.
Bílaleigubíllinn verður til staðar hjá Toyota verkstæðinu ásamt samningnum frá MyCar en við erum ekki til húsa á sama stað.
Mikilvægar Upplýsingar
Bíll er afhentur fullur af eldsneyti
Það þarf að skila honum fullum af eldsneyti
ef það er ekki skilað bíl fullum bætist 1.500 ISK þjónustugjald fyrir að fylla bílinn
Einnig vil ég upplýsa þig um að sjálfsábyrgðin á bílaleigubílunum er 190.000.
Þú hefur val um að kaupa auka tryggingu upp á 2.000 kr. á dag með því lækkar sjálfsábyrgðin niður í 90.000.kr.
Við mælum með að þú kynnir þér hjá tryggingafélagi þínu hve marga daga þú mátt hafa bílaleigubílinn, svo auka dagar lendi ekki á þér.
Tryggingafélög eru í flestum tilfellum með hámark 5 daga vegna Kaskótjóna.
Villa (Ajax Error) getur komið upp við að reyna senda upplýsingar, upplýsingarnar berast samt sem áður þannig óþarfi að reyna aftur og aftur.
Ef þú hefur einhverjar spurningar þá getur þú sent okkur email eða hringt (09:00 - 16:00)